Domus er metnaðarfull fasteignasala sem leggur áherslu á umhyggju fyrir hag bæði kaupanda og seljanda, nákvæmni í öllum vinnubrögðum og framsækni í framsetningu og kynningu á eignum sem okkur hefur verið falin umsjón með.

Í nútíma fasteignaviðskiptum eru gerðar meiri kröfur til fagmennsku og vandaðra vinnubragða.  Við hjá Domus göngum lengra í þjónustu við þig, sem skilar sér í traustum viðskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

Eitt af meginmarkmiðum okkar er að gera líf viðskiptavina okkar auðveldara í því mikilvæga ferli að selja og kaupa fasteign.  Við vitum að fólk er tiltölulega óöruggt þegar það stundar fasteignaviðskipti og er það engin furða þar sem flestir stunda slík viðskipti með margra ára millibili.  Það er rétt að fasteignaviðskipti eru um margt flókin en við erum sérfræðingarnir og viljum að ferilinn verði viðskiptavinum okkar eins þægilegur og auðveldur og kostur er.

 

 

 


 

Gjaldskrá - gildir frá 1. mars 2022

 

Almennt

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

 

Sala fasteigna

Einkasala: 1,5 - 1,7% af söluverði í einkasölu auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.
Almenn sala: 2% af söluverði auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.
Sala atvinnuhúsnæðis: 2% af söluverði auk virðisaukaskatts og gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk. 

Lágmarks söluverð er kr. 350.000 m/vsk auk gagnaöflunargjalds kr. 64.480 m/vsk.
Skjalafrágangur og aðstoð við sölu og kaup fasteigna kr. 223.200 m/vsk. 

 

Leiga fasteigna 

Þóknun fyrir að annast milligöngu um gerð leigusamninga nemur sem svarar eins mánaðar leigufjárhæðar auk vsk.
Þóknun fyrir endurnýjun á leigusamningi er kr. 49.600 m/vsk.

 

Verðmat fasteigna

Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er kr. 24.800 m/vsk.
Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er kr. 43.400 m/vsk. 

 

Kaupendaþóknun

Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald (umsýslugjald) kr. 64.480 m/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

 

Sérstök verkefni

Tímagjald vegna sérstakra verkefna er kr. 18.600 m/vsk.

 

 


 

Rekstaraðilar Domus fasteignasölu:

Blöndós: Domus fasteignasala ehf. - Kt. 551203-3440 - Vsk nr. 82213

Domus fasteignasala | domus@domus.is


Keyrir á WebEd Pro frá hugsandi Mönnum: Hugsandi Menn