Urðarbraut - 540 Blönduós
Urðarbraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 5
Stærð: 201 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1971
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 67.990.000
Uppsett verð: 49.700.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala kynnir vel staðsett einbýlishús með bílskúr á Blönduósi, Urðarbraut 3. Eignin er byggð árið 1971 og skráð samtals 201,7 fermetri, þar af er bílskúr skráður 35,3 fermetri.
Húsið skiptist í anddyri, gang, skála, 4 svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og þvottahús. Innangengt er í bílskúr. Í kjallara er mikið geymslurými, innréttað að hluta með léttum skilrúmum og hillum.
Gólf íbúðarinnar eru parketlögð, en flísar í anddyri, baðherbergi og þvottahúsi.
Eftir er að ljúka frágangi við hurð í bílskúr, eldhúsinnrétting er komin til ára sinna. Loftaklæðningu vantar í bílskúr.
Þakklæðning og þakkantur voru endurnýjuð 2018, ofnar og hluti vatnslagna endurnýjað 2019, skipt var um gler árið 2020 og húsið málað að utan árið 2021.
Lóðin er vel gróin með trjám, grasflötum og beðum. Í bakgarðinum er gróðurhús sem þarfnast viðhalds.


Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@pacta.is