Blöndubyggð - 540 Blönduós
Blöndubyggð - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 2
Stærð: 99 m2
Svefnherbergi: 1
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1934
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 29.000.000
Uppsett verð: 18.900.000

Aftur á myndalista

Domus á Blönduósi kynnir lítið einbýlishús með einstaka staðsetningu í gamla bænum á Blönduósi, á bakka Blöndu alveg við ósinn. Húsið er skráð alls 99,6 fermetrar og byggt úr timbri árið 1934 á steinsteyptum 45,1 fermetra kjallara. Íbúð á hæð er skráð 54,5 fermetrar.

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu og eitt svefnherbergi. Brattur stigi er af hæðinni niður í kjallaranna, sem er meira og minna eitt niðurgrafið rými. Einnig er aðgengi að kjallara utanfrá um lúgu á norðurgafli. Eignin þarfnast umtalsverðra endurbóta utan og innan. Þinglýstur eigandi hefur ekki sjálfur nýtt eignina undanfarin ár og getur veitt takmarkaðar upplýsingar um ástand hennar. Áhugasömum eru því hvattir til að skoða eignina vandlega með aðstoð fagmanna.
Húsið stendur á leigulóð sem er skráð 210 fermetrar.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@pacta.is