Álfhólsvegur - 200 Kópavogur
Álfhólsvegur - 200 Kópavogur
Staðsetning: 200 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 3
Stærð: 80 m2
Svefnherbergi: 2
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 1971
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 34.010.000
Uppsett verð: 49.900.000

Aftur á myndalista

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun. 

Domus fasteignasala kynnir góða 63,3 fm íbúð auk 17,2 fm. bílskúrs, samtals 80,5 fm.  á annarri hæð í litlu fjölbýli við Álfhólsveg  í Kópavogi. Mikið og fallegt útsýni er úr íbúðinni. Þvottahús inn af eldhúsi. Nýr dúkur settur á þakið árið 2019. Húsið er klætt með steniplötum. Rúmgóðar svalir með fallegu útsýni sem snúa í tvær áttir.  


Nánari lýsing: Forstofa, eldhús, þvottahús/búr, stofa/borðstofa, svefnherbergisgangur, 2 svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr. Í sameign er sérgeymsla og hjóla- og vagnageymsla. 

Forstofa: Með plastparketi á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu, flísar á milli skápa, flísar á gólfi og borðkrókur.
Þvottahús/búr: Þvottahús er inn af eldhúsi með hillum og glugga.
Stofa/borðstofa: Stofan er björt og falleg með miklu og fallegu útsýni, plastparket á gólfi. Útgengi út á rúmgóðar svalir með miklu útsýni. 
Svefnherbergisgangur:  Plastparket á gólfi. 
Baðherbergi: Baðherbergið er með flísum á veggjum, dúk á gólfi, baðkari með sturtu og glugga.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með plastparketi á gólfi og skápum. 
Herbergi: Herbergið er með dúk á gólfi 

Sameign: Í sameign er sér geymsla sem tilheyrir íbúðinni. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Bílskúr: Bílskúrinn er 17,2 fm. með steyptu gólfi og rafmagni.

Hér er um að ræða vel skipulagða íbúð  í litlu fjölbýli með fallegu útsýni á mjög góðum stað miðsvæðis í Kópavogi.  Stutt í alla almenna þjónustu, skóla og leikskóla.                            

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími 664-6013 eða elsa@domus.is