Miðdalur - 190 Vogar
Miðdalur - 190 Vogar
Staðsetning: 190 Vogar
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 6
Stærð: 227 m2
Svefnherbergi: 4
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 2008
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 87.350.000
Uppsett verð: 89.900.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s: 896-6076  kynna í einkasölu nýlegt 6 herbergja 227,1 fm einbýlishús að Miðdal 5 í Vogum á Vatnsleyströnd ásamt bílskúr og ca 70 fm suðursólpalli með heitum potti. Húsið er múrsteinsklætt einingahús frá Finnlandi. Samkvæmt birtum fm frá Þjóðskrá er íbúðarhlutinn 189,8 fm og bílskúrinn 37,3 fm samtals 227,1 fm. Sérgarður er við húsið með grasi, möl og runnum og malarbílastæði.

Stutt lýsing: 
Forstofa, gestasnyrting, stofa/borðstoa í alrými, eldhús, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr.

Húsið var reist og gert fokhelt 2008 af fyrri eiganda en núverandi eigendur kaupa húsið fokhelt í lok árs 2013 og innrétta það og flytja inn 2014. Skipt var um harðparket í öllu húsinu haustið 2021. Led lýsing er í húsinu og gólfhiti sem er stýrt með appi í gegnum móðurstöð.

Nánari lýsing:
Forstofa 
er með flísum á gólfi. Gestasnyrting er innaf forstofu með upph.wc og handlaug. Innangengt er í bílskúr.
Stofa er í alrými og með nýlegu harðparketi á gólfi. Útgengt er á suðursópall.
Eldhús er í alrými með ljósri innréttingu með innbyggðum ísskáp, frystiskáp og nýlegri uppþvottavél.
Sjónvarpshol er með nýlegu harðparketi. 
Hjónaherbergi er með nýlegu harðparketi og skáp með rennihurð sem hægt er að ganga inn í  ("walkin closet").
3 svefnherbergi og eru þau öll með nýlegu harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum og er útgengt á suðursólpall. Baðkar, sturta, upph.wc og innrétting með handlaug.
Þvottahús er með innréttingu með vaski og skápum. Útgengt er í vesturhluta garðs.
Geymsla 6,3 fm er innaf þvotthúsi. Háaloft er yfir húsinu þ.s er hægt að gera meira geymslupláss.
Bílskúr er með flísum á gólfi og er í dag nýttur undir annað en auðvelt að breyta til baka. Búið er að setja hleðslustöð fyrir rafbíla og 3 fasa rafmagn.

ATH. það eru smávægileg frávik frá grunnmyndinni í skipulagi eignarinnar. Heitur pottur er á öðrum stað. Flái er í pallinum en ekki ferkantaður. Innangengt er í bílskúr í gegnum gestasnyrtinguna en ekki geymsluna.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.64.480.-m.vsk.