Lækjasmári - 201 Kópavogur
Lækjasmári - 201 Kópavogur
Staðsetning: 201 Kópavogur
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 114 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Fjölbýli
Baðherbergi: 1
Stofur: 1
Byggingarár: 2000
Þvottahús:
Inngangur: Sameiginlegur
Brunabótamat: 42.480.000
Uppsett verð: 72.500.000

Aftur á myndalista

Domus fasteignasala kynnir fallega og vel skipulagða 3ja til 4ra herbergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi   með miklu og fallegu útsýni við Lækjasmára  í Kópavogi. Íbúðin er 114,9 fm. ásamt stæði í lokaðri upphitaðri bílageymslu. Sameigninin er öll hin snyrtilegasta og mjög vel hugsað um allt sem við kemur húsinu.  Yfirbyggðar svalir að hluta. Húsið er klætt að utan með álklæðningu . Íbúðin er miðsvæðis í Kópavogi þar sem stutt er í þjónustu, skóla, leikskóla og heilsugæslu. Apótek og verslunarmiðstöð Smáralindar er í göngufæri.  Árið 2015 fékk húsið viðurkenningu frá Kópavogsbæ vegna umhirðu húss og lóðar.

Skipting eignar:  Eignin skiptist í forstofu, gang, sjónvarpshol, eldhús, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Í sameign er sér geymsla, stæði í bílageymslu, hjóla- og vagnageymsla.    

Forstofa: Flísar á gólfi og skápur.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með mahogany parketi á gólfi  og skápum úr kirsuberjavið með góðu skápaplássi.  Fallegt útsýni er úr hjónaherbergi.
Herbergi: Herbergið er með mahogany parketi á gólfi og skápum úr Kirsuberjavið.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu og falleg innrétting úr kirsuberjavið.
Þvottahús:  Þvottahúsið er með flísum á gólfi,  vaski og  hillum.  
Eldhús: Eldhúsið er með fallegri innréttingu úr kirsuberjavið með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél, borðkrókur sem er opinn inn í stofu, mahogany parket á gólfum.
Hol/sjónvarpshol: Holið er með mahogany parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stofan er björt og falleg með mahogany parketi á gólfi. Útgengt er á rúmgóðar sólríkar svalir sem eru yfirbyggðar að hluta. Mikið og fallegt útsýni er út frá stofu og svölum.  
Sameign: Í sameign er sér geymsla með hillum og sér stæði í bílageymslu sem tilheyrir íbúðinni. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameigninin er öll hin snyrtilegasta.

Hér er um að ræða virkilega fallega og vel skipulagða eign á einum af vinsælustu stöðum í Kópavogi. Stutt í alla almenna þjónustu, Eign sem vert er að skoða.  

Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf um eignina veitir Elsa löggiltur fasteignasali sími 664-6013 eða elsa@domus.is