Húnabraut - 540 Blönduós
Húnabraut - 540 Blönduós
Staðsetning: 540 Blönduós
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 7
Stærð: 227 m2
Svefnherbergi: 5
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 2
Byggingarár: 1961
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 65.750.000
Uppsett verð: 38.000.000

Aftur á myndalista

Fasteignasalan Domus á Blönduósi hefur fengið í sölu glæsilegt tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðum bílskúr við Húnabraut á Blönduósi. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Fallegur og vel hirtur garður.

Almennt viðhald hússins er gott, búið að skipta um lagnir bæði heitt og kalt vatn. Á efri hæð eru nýlegir ofnar. Sólpallar bæði framan og aftan við húsið.
Á efri hæð er gengið inn í flísalagða forstofu með fatahengi, þaðan inn á gang/hol með aðgengi í önnur rými. Rúmgóð og björt stofa, 3 stór svefnherbergi, gott baðherbergi, eldhús og geymslu. Parket er á gólfum, flísalagt baðherbergi og forstofugólf.
Á neðri hæð er sér inngangur, stórt forstofuherbergi með parket á gólfi. Úr anddyri í kjallara er jafnframt gengið inn í stúdíóíbúð með samliggjandi stofu og eldhúsi ásamt einu herbergi. Á neðri hæðinni eru einnig lítið baðherbergi, geymsla og stórt þvottahús með aðgangi að bakgarði.

Upplýsingar veita Stefán Haraldsson s 440 6030 eða 894 1669 stefan@domus.is  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 stefano@domus.is