Guðnýjarbraut - 260 Njarðvík
Guðnýjarbraut - 260 Njarðvík
Staðsetning: 260 Njarðvík
Hæðir í eign: 0
Herbergi: 4
Stærð: 214 m2
Svefnherbergi: 3
Búsetuform: Einbýli
Baðherbergi: 2
Stofur: 1
Byggingarár: 2008
Þvottahús:
Inngangur: Sér
Brunabótamat: 77.850.000
Uppsett verð: 72.900.000

Aftur á myndalista

Ársæll Ó. Steinmóðsson lgfs sími 896-6076 og Domus fasteignasala kynna í einkasölu glæsilegt, vel skipulagt og vel staðsett 214,5 fm einbýlishús á einni hæð að Guðnýjarbraut 15 í í Innri Njarðvík. Íbúðarhlutinn er 174,5 fm og bílskúr er 40 fm samtals 214,5 fm samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Garður er gróinn og með tveimur sólpöllum. Bílaplan er hellulegt og upphitað. Á þaki er sterkur dúkur og möl. Húsið var málað að utan sumarið 2018. Gólfhiti er í húsinu. Borðplötur í eldhúsi og baðherbergjum ásamt gluggkistum í svefnherbergjum eru úr granít. 

Mjög góð staðsetning í rólegri og lokaðri götu þar sem er stutt í grunnskóla, leikskóla og út á Reykjanesbrautina. Falleg gönguleið meðfram sjónum er stutt frá. 

Stutt lýsing: 
Forstofa, sjónvarpshol, 2 svefnherbergi (með möguleika á að bæta því þriðja við), hjónaherbergi með fataherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, gestasnyrting, 2 sólpallar, upphitað bílaplan og garður.

Nánari lýsing:
Forstofa 
er með flísum á gólfi.
Stofa er stór og rúmgóð með góðri lofthæð og í opnu rými með eldhúsi. Flísar á gólfi og eru 2  útgangar á báða sólpallana.
Eldhús er rúmgott og opið. Vönduð innrétting með tvöföldum ofni í vinnuhæð. Granít borð á innréttingu. Eyja með helluborði og granítbarborði sem hægt er að sitja við.
Sjónvarpshol er með flísum á gólfi. 
Hjónaherbergi er rúmgott með flísum á gólfi, fataherbergi. Útgengt er á suðvestursólpall.
Svefnherbergin eru 2 og bæði rúmgóð með flísum á gólfum. Öðru herberginu er hægt að skipta í 2 herbergi með því að taka sjónvarpsholið. Granítgluggakistur eru í báðum herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Ljós innrétting með granítborði, bæði baðkar og sturta, upph.wc. Útgengt á suðvestursólpall úr baðherbergi.
Gestasnyrting er með flísum á gólfi, innrétting með granítborði, upph. wc og handlaug.
Þvottahús er á milli íbúðar og bílskúrs. Innrétting þ.s tæki eru í vinnuhæð. Flísar á gólfi. 
Bílskúr er 40fm og með flísum á gólfi. Geymsla er rúmgóð og innaf bílskúr.

Vönduð og glæsileg eign á fjölskylduvænum og fallegum stað í Innri Njarðvík.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Domus fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900